top of page

Að grafa upp sögurnar

Það er nánast ómögulegt að eyða tíma á Íslandi án þess að heyra eitthvað um Íslendingasögurnar og aðrar miðaldabókmenntir Íslands. Sum af verkunum eru fantasíur en mörg þeirra byggja á lífi og sögu fyrstu Íslendinganna. Margar þeirra gerast á Vesturlandi, en tvær þeirra hefjast hér á Eiriksstöðum - Eiríks saga rauða og Grænlendinga saga. Þær segja okkur frá ævintýrunum sem Eiríkur (sem byggði upprunalega bæinn á Eiríksstöðum) og fjölskylda hans lentu í þegar þau héldu vestur og urðu fyrstu Evrópubúar til að setjast að á Grænlandi og í Norður-Ameríku.

Þó fjölskyldan hafi yfirgefið Eiríksstaði snemma á ferðalagi sínu, höfum við getað lært mikið um lífshætti þeirra á 10. öldinni af rústum bæjarins sem þau skildu eftir. Út frá þessum upplýsingum var svo byggð sú eftirmynd langhússins sem þú getur heimsótt í dag.

163416937_1727411764097539_4099474101228977971_n.jpg
bottom of page