top of page

Fornleifauppgröftur og endurbygging skálans frá 10. öld

Eiríksstaðir from above, showing the outlines of both the longhouse and pithouse.

                                                                 Upprunalegi bærinn á Eiríksstöðum virðist hafa verið yfirgefinn þegar Eiríkur og fjölskylda                                                                        hans fóru um miðja 10. öld og urðu langhús, hlaða og viðbyggingar að rústum sem enn eru                                                                    sjáanlegar á svæðinu. Sem betur fer fyrir okkur þýðir þetta að við getum túlkað                                                                                         fornleifafræðina sem eftir varð og í gegnum hana fengið mynd af því hvernig lífið þeirra var.
                                                                Fyrsti fræðimaðurinn til að skrásetja Eiríksstaði var Brynjúlfur Jónsson árið 1894, en Þorsteinn                                                                   Erlingsson framkvæmdi uppgröft í hluta bæjarrústanna ári síðar. Hlaðan virðist hafa verið                                                                          sjáanleg þá, en hana er nú hvergi að sjá.


                                                                Þessir fyrstu rannsakendur höfðu hvorki þekkingu né tækni til að vinna uppgröft miðað við                                                                       nútímastaðla, en uppgreftirnir 1938 og 1997–2002 voru mun gagnlegri. Við vitum nú að það                                                                     voru að minnsta kosti tvær byggingar á bænum (ef hlaðan er ekki talin með) sem uppi voru á                                                                   milli áranna 850-1000. Annað var lítið langhús fyrir heimilisfólkið, og hitt var niðursokkið jarðhýsi sem var líklega notað sem kvennadyngja til að vefa, spinna og mögulega til að baða sig líka. Vissulega er hugsanlegt að fleiri byggingar hafi verið á svæðinu og enn á eftir að finna ruslahauginn. Kannski munum við í framtíðinni komast að því hvernig allt svæðið í heild sinni leit út!

Ekki fannst mikið af hlutum inni í húsunum, aðeins örfáir naglar, kljásteinar fyrir vefstað, brýnisteinar og brotin snælda. En jafnvel þessir fáu gripir sýna okkur hvers konar verkefni voru í gangi á bænum: textílframleiðsla og brýning búskaparverkfæra. Einn athyglisverður fundur voru leifar járnbræðslu, sem gæti sagt okkur að hér hafi verið framleiddur málmur úr járnútfellingum í dalnum. Landið sjálft var líka mjög ólíkt því sem er í dag, þar sem Eiríkur þurfti að ryðja birkiskóginn sem var þar upprunalega og sá þeim fyrir byggingarefni og eldsneyti.
 

Eftir allar þessar rannsóknir var eftirlíking af langhúsinu reist um 100m frá rústum upprunalega langhússins. Eftirlíkingin byggir því á fornleifateikningum af uppgröfnu rústunum.Bærinn var byggður að frumkvæði sveitarfélagsins með aðstoð ráðgjafarnefndar fornleifafræðinga frá Þjóðminjasafninu. Núverandi bygging byggir á rannsóknum á elstu þekktu mannvirkjum af þessu tagi frá Íslandi og nágrannalöndum sama tíma. Allt timbur sem notað er í bygginguna er rekaviður. 

 

Húsið var byggt með endurgerðum landnámsaldarverkfærum sem voru endurgerð eftir fornleifafundum og tilraunafornleifaaðferðum. Útskurður og skreytingar eru byggðar á fyrirmyndum frá sama tíma. Þiljur mynda veggi að innan, þaksperrurnar eru með burstaviðarfóðrun með þreföldu torflagi til að mynda þakið, og torfveggirnir voru byggðir með aðferð sem heitir klambra og strengur.

 

Þú getur lesið meira á:

Eiríksstaðir í Haukadal.pdf

Fornleifarannsókn á Eiríksstöðum.pdf

The ends of the longhouse are not covered with grass like the roof, but show the zig-zagging turf bricks.
bottom of page