Einhvers staðar byrjar allt...
Hér á Eiríksstöðum byrja fleiri Íslendingasögur en á flestum öðrum víkingabæjum. Fjölskyldan sem byggði upprunalega langhúsið er ekki í einni, heldur fjórum aðskildum heimildum, þar af eru tvær Íslendingasögur tileinkaðar ævintýrum fjölskyldunnar:
Eiríks saga rauða (The Saga of Eirik the Red)
Nákvæmlega hvar Eiríkur fæddist er óvíst - ein heimildin segir að hann hafi komið til Íslands með föður sínum frá Noregi þegar hann var mjög ungur, en aðrar benda til þess að hann hafi verið fæddur hér, kominn af norskum foreldrum. Hann ólst í það minnsta upp á Vesturlandi eða Vestfjörðum og kynntist tilvonandi eiginkonu sinni, Þjóðhildi, í Haukadal. Til allrar hamingju áttu foreldrar hennar stóra jörð í Haukadal, sem gerði það að verkum að þau gátu gefið hinum nýju hjónum lítinn part jarðarinnar til að stofna sitt eigið býli. Þennan bæ kölluðu þau Eiríksstaði.
Hjónin bjuggu á bænum í nokkur ár, eignuðust þrjá syni saman milli 970-980. Þau áttu líka þræla sem bjuggu með fjölskyldunni, sem urðu hvatinn að öllum þeim rosalegu atburðum sem gerðu hetjudáðir fjölskyldunnar að ekki bara einni, heldur tveim frægum Íslendingasögum. Þrælar Eiríks voru sakaðir um að hafa valdið skriðu sem lenti á nágrannabæ Eiríks, Valþjófsbæ, og olli þar miklu tjóni. Venjulega hefðu mál sem þessi verið útkljáð af lögsögumönnum og Eiríki gert að borga bætur - það er að segja ef niðurstaðan væri að þrælunum hafi verið um að kenna. Í stað þess að fara að öllu með löglegum hætti drap Eyjólf Saur, frændi Valþjófs, þrælana hans Eiríks. Í kjölfarið hófst mannskæð barátta, og Eiríkur endaði á að drepa Eyjólf og Hólmgöngu-Hrafn áður en málið gat farið fyrir dómstóla.
Í ljósi þess að allir bændurnir höfðu hunsað lögin komst dómsvaldið að þeirri niðurstöðu að Eiríkur yrði gerður brottrækur úr dalnum og var honum gert að yfirgefa býli sitt - ákvörðun sem neyddi hann til að pakka saman eigum sínum, þar á meðal húsinu, og flytja á endanum út í Yxney, eyju í Breiðafirði. Ekki leið á löngu þar til hann lenti í enn einu blóðugu rifrildi við nágranna sinn (út af setstokkum) og í þetta skiptið var refsing hans að yfirgefa Ísland í heil þrjú ár.
Hann og fjölskylda hans vildu ekki yfirgefa landið að eilífu og ákváðu að leita að eyjum við Íslandsstrendur þar sem þau gætu verið alla útlegðina. Það sem þau fundu var þó miklu betra en eitthvað lítið sker, heldur urðu þau í staðinn fyrstu Evrópubúarnir til að setjast að á Grænlandi, land sem var miklu gestrisnara þá en það er í dag. Þar var hlýtt loftslag, ágætis beitilönd og mikill fiskur í sjó, en best af öllu þá fannst þar líka fílabein. Ekki frá fílum auðvitað, heldur frá tönnum rostunga og hornum náhvala. Báðar þessar uppgötvanir leiddu til þess að hann varð seinna meir ótrúlega ríkur og mikilvægur maður, og að nú gat hann loksins snúið aftur til Íslands og sagt fólki frá hinu nýja og auðlindaríka landi til vesturs.
Eiríkur átti svo eftir að eyða restinni af ævi sinni á Grænlandi sem höfðingi í nýju byggðinni. Rústirnar af húsinu hans í Grænlandi - Brattahlíð - er hægt að heimsækja í dag fyrir þá sem eru nógu ævintýragjarnir.
Grænlendinga saga (Saga of the Greenlanders)
Flest bendir til þess að sonur Eiríks rauða, Leifur hinn heppni Eiríksson, hafi fæðst á Eiríksstöðum á Vesturlandi. Seinna leiddi Leifur leiðangur frá heimili sínu á Grænlandi og varð fyrsti Evrópumaðurinn til að stíga fæti í Norður-Ameríku, sem hann nefndi Vínland, árið 1000.Leifur er líklega fæddur á Eiríksstöðum um 970-980. Sem barn fluttist hann með foreldrum sínum til Grænlands og ólst upp á bænum í Brattahlíð, byggðinni sem faðir hans stofnaði. Að siðvenju sem tíðkaðist meðal sona merkra íslenskra fjölskyldna þess tíma fór hann ungur maður til Noregs. Samkvæmt frásögn í Eiríks sögu rauða var skip hans blásið til Hebríða, og var hann þar mest um sumarið, og átti hann þá barn með konu þeirri er Þórgunnur hét.Hann kom til Noregs um haustið. Konungurinn af Noregur var þá Ólafur Tryggvason, sem réð frá 995-1000.
Konungur hafði verið að gera mikla viðleitni til að
gera Noreg kristið, sem og löndunum þar sem
Norðmenn höfðu sest að.Leifur hitti konung,
skírðist skömmu síðar og svo var með honum
um veturinn. Um vorið sendi konungur Leif aftur til
Grænlands fyrir hans hönd til kristna landið. Hann
var farsæll og sannfærði flesta heiðna menn um að
breyta trúarbrögðum sínum.Leifur heyrði af för
Bjarna Herjúlfssonar sem hafði siglt vestar en til
Grænlands og séð til lands, keypti með honum bát
og réði hann sem háseta. Fóru þeir saman öfuga
leið Bjarna og komu að landi sem enginn
Evrópubúi hafði áður stigið fæti á. Á einum stað
voru akrar með sjálfsáðu hveiti og vínviði og nefndi Leifur landið Vínland. Á leiðinni aftur til Grænlands fann hann skipbrotsmenn og bjargaði þeim. Þessir skipbrotsmenn voru kaupmenn sem verðlaunuðu hann veglega, sem kann að vera uppruni gælunafns hans „Leifs heppni“. Eftir þetta sneri hann aftur til föður síns í Brattahlíð á Grænlandi. Samkvæmt Heimskringlu Snorra Sturlusonar gerðust þessir atburðir árið 1000.