top of page

Viðburðir framundan

60950118_1167159586789429_5679017341745102848_n.jpg

Tilraunafornleifafræði hátíð 2024: Eldhátíð á Eiríksstöðum

Brennið til okkar að Eiríksstöðum 5. til 7. júlí 2024 og takið þátt í að skapa ógleymanlegar minningar og nýja þekkingu, þar sem leikið er með eld. Til okkar koma alþjóðlegir sérfræðingar víða að úr heiminum til að taka þátt í gleði og uppgötvunum.

 Liðnir viðburðir

88248437_1408659682639417_1588354119528087552_n.jpg

Vetrarsólstöður á Eiríksstöðum 2023

Við fögnuðum vetrarsólstöðum með athöfn sem tengdi hið gamla og nýja, þessi heiðni viðburður tengdi fólk saman til að fagna nýju sólarári.

283466291_2045770538928325_6891037717685552707_n.jpg

Eiríksstaðahátíð 2023
 

Önnur hátíð árisns snerist um tilraunir með gamalt handverk, aðferðir og lífsstíl 10. aldar. Hér var athyglin á handavinnu og járnsmíði.

Screenshot 2023-12-16 132002.png

Torf og trefjar: tilraunaforn-leifafræðihátíð 2023

Með áherslu á sumarhúsaframleiðslu á ull og hör, sameinaði þessi hátíð fjölföldun á hör og ullarvinnslu og vefnað, ásamt endurbyggingu dyngja, þar sem þessi verkefni voru unnin.

336912310_1447482509398021_6923771361042975229_n.jpg

Samfélagsverkefni: Handritagerð

Handrit eru grunnur íslenskra bókmennta á miðöldum – það er jú þaðan sem Ílsendingasögurnar koma!

Þessi ókeypis vinnustofa var kynning á þessu forna handverki, en bæði ungir og gamlir fengu að prófa sig áfram með handritalýsingu.

343073062_968323261194809_1573675718091850129_n.jpg

Samfélagsverkefni: Málun á landnámsöld

Ef hlutirnir hafa legið neðan jarðar í þúsund ár er ekki von að þeir séu litskrúðugir, heldur allir í brúnum litum. En þannig voru þeir ekki í upphafi. Í þessari vinnustofu kynntum við og sýndum hvernig hægt var að búa til allan regnbogann af litum með aðferðum þeirra tíma.

Screenshot 2023-12-16 131154.png

Tilraunafornleifafræðihátíð 2022: Kjet og klæði

Hátíðin fjalllaði um tilraunir, sem varða mat og vinnslu hans, en einnig um fatnað, textíl og tísku landnámsaldar. Pylsur, byggðar á uppskriftum tímabilsins voru gerðar í þeim tilgangi að gera tilraun til að borða þær á Víkingahátíð í Hafnarfirði í kjölfarið, sem tókst lystavel.

60142323_1159115554260499_4427068919383064576_n_edited.png

Samfélagsverkefni: Íslandsmótið í Hnefatafli

Á hverju ári á hátíðunum okkar erum við með opna keppni í hnefatafli, Íslandsmót. Þessi forna tafl aðverð var sú sem virðist hafa verið vinsælust á landnámstímanum og er mjög frábrugðin hefðbundinni skák, sem er vinsælli í dag.

209955828_1806122642893117_6244816674590706657_n.jpg

Eiríksstaðahátíð 2021

Við fögnuðum opnun Eiríksstaða eftir litla opnun ársins á undan, með tískusýningum, lifandi dýrum, sýnikennslu og handverki fyrir born m.a.

131970216_1659358387569544_1255728520866528177_n.jpg

Vetrarsólstöður á Eiríksstöðum 2020

Haldin var fámenn heiðin sólstöðuhátíð, sem var einnig send út á netinu, þar sem fjöldatakmarkanir giltu vegan heimsfaraldurs.

68833023_1229350390570348_5786484608971309056_n.png

Tilraunafornleifafræðihátíð: Járngerðarhátíð

Þessi hátíð opinberaði loksins hvernig landnámsmenn bjuggu til járn úr mýrarrauða á landnámsöld, en menjar þess eru um allt land og sýnt miðað við umfang þeirra að framleiðsla járns var á stórum skala. Ameríski hópurinn Hurstwic vann tilraunir í aðdraganda hátíðar, sem svo lauk með gerð járns á hátíðinni. Niðurstöðurnar voru það merkileg uppgötvun að þær hafa verið til sýnis á Þjóðminjasafni Íslands undir yfirskriftinni “Úr mýri í málm”.

bottom of page