
Viðburðir framundan

Tilraunafornleifafræðihátíð 2026: Leirhátiðið
Verið velkomin á sumarhátið Eiríksstaða helgina 03.-05. Júlí 2026
​
Við munum rannsaka leirkeragerð íslenskra víkinga og mögulega notkun leirs.
Fræðirit fullyrða að hann hafi ekki verið nýttur hérlendis til leirmunagerðar, en okkur langar að rannsaka það aðeins betur með nútíma þekkingu á jarðfræði, keramiki og fornleifafræði, þótt óvíst sé um niðurstöður.
Einnig langar okkur að kanna hvort íslenskur leir hentar til annarra nota en til leirkeragerðar, þ.e. að nota hann sem byggingarefni líkt og gert var á öðrum stöðum í Evrópu á landnámsöld, en það er einnig allsendis óvíst og verður spennandi að skoða þetta um eina eða aðra útkomu.
​
Einvalda lið sérfræðinga kemur víðsvegar að úr Miðgarði.
Fylgist með viðburðinum vaxa og sjáið hverjir koma til okkar á þessa skemmtilegu og fræðandi helgi.
Leggið leið ykkar vestur í Dali og takið þátt í því að leysa leyndardóma og ráðgátur fortíðarinnar með okkur.
Ýtið hér fyrir meiri upplýsingar

Sól tér sortna......en aðeins um stund.
Við ætlum að fagna endurkomu hennar á Eiríksstöðum með Önnu Leif, Leirárgoða.
​

Fyrri Viðburðir
Tilraunafornleifafræði

Tilraunafornleifafræðihátíð 2024: Eldhátíðin
Með vinum okkar og sérfræðingum úr Hurstwic bjuggum við til tilgátuhús og brenndum til kaldra kola. Í fyrsta skipti var safnað upplýsingum um slíka atburði með hjálp tækninnar og við fengum fullt af upplýsingum um hvernig slíkar byggingar hefðu brunnið, og hversu áreiðanlegar sögulýsingar þessara atburða er.
​​

Tilraunafornleifafræðihátíð:
Vefnaður og torf
Áherslan var á framleiðslu og vefnað ullar- og hörefnis, sem og á dyngjuna þar sem vinnan á þeim fór fram.

Tilraunafornleifafræðihátíð:
Kjet og Klæði
Enginn veit fyrir víst hvernig föt víkingaaldar litu út - en við getum hæglega sagt að flest föt í sjónvarpinu eru langt frá raunveruleikanum. Við sýndum söguleg föt sem byggð voru á efnisbútum ásamt myndum af rúnasteinum og skrautmunum, og sýndum einnig regnboga jurtalitaðra fata.
Þá voru pylsur útbúnar - með sögulega réttu kryddi, en þeim var svo öllum torgað á víkingahátíðinni í Hafnarfirði.

Tilraunafornleifafræðihátíð
2019: Járngerðarhátíð
Byggt á nemandaritgerð sem sagði að íslenskir víkingar bjuggu til mikið magn járns fóru vinir okkar í Hurstwic á stúfana og fengu til liðs við sig alþjóðlegt samansafn sérfræðinga til að búa til járn úr íslenskum mýrarrauða á Eiríksstöðum. Niðurstöðurnar voru svo nýstárlegar að um þær var gerð sérsýning á Þjóðminjasafni Íslands.
Hægt er að lesa meira um það hér.
Samfélagsviðburðir

Eiríksstaðahátíð
2025
Frá myndlist með jurtalitum til járnsmíði, á þessari hátíð fengu gestir tækifæri til að komast í snertingu við handverk víkinganna.

Eiríksstaðahátíð
2023
Frá járnsmíði til refilgerðar með aðferðum víkinganna, á þessari hátíð fengu gestir að komast í tæri við lífsstíl 10. aldar víkinga Íslands.

Handritagerð
Handrit eru mikilvægur partur af menningu Íslands - þaðan koma Íslendingasögurnar ! Á þessum viðburði fengu gestir að upplifa handverk og fegurð þessa gamla handverks, og auðvitað að spreyta sig.

Litir víkingaaldar

Íslandsmót í hnefatafli

Eiríksstaðahátíð 2021
Eftir 1000 ár í jörðu er ekki að undra að litir víkingaaldar hafna dofnað - en þeir voru upprunalega bjartir! Á þessu námskeiði sýndum við og kenndum hvernig víkingarnir skreyttu heim sinn öllum regnbogans litum.
Á tilraunafornleifafræðihátíðum hvers árs höldum við Íslandsmót í hnefatafli - ævaforn leikur sem var eitt sinn spilaður af víkingum og minnir eilítið á skák.
Fatasýningar, dýr og handverk víkinga, við héldum upp á sumaropnun Eiríksstaða í stíl.
Blót og athafnir

Haustblót
2025
Starfsfólk og gestir komu saman til að fagna komandi hausti með goðanum Jökuli Tandra. Eftir að hafa tjáð þakklæti okkar við útieldinn söfnuðumst við saman inni í torfhúsinu, sungum lög og skiptumst á sögum.

Vetrarsólstöður á Eiríksstöðum 2023
Við héldum upp á vetrarsólstöður með blóti sem blandaði hinu nýja við hið gamla til að marka byrjun nýs árs.

Vetrarsólstöður á Eiríksstöðum 2020
Við héldum upp á vetrarsólstöður með blóti sem blandaði hinu nýja við hið gamla til að marka byrjun nýs árs.