Viðburðir framundan
Tilraunafornleifafræði hátíð 2024: Eldhátíð á Eiríksstöðum
Brennið til okkar að Eiríksstöðum 5. til 7. júlí 2024 og takið þátt í að skapa ógleymanlegar minningar og nýja þekkingu, þar sem leikið er með eld. Til okkar koma alþjóðlegir sérfræðingar víða að úr heiminum til að taka þátt í gleði og uppgötvunum.
Liðnir viðburðir
Vetrarsólstöður á Eiríksstöðum 2023
Við fögnuðum vetrarsólstöðum með athöfn sem tengdi hið gamla og nýja, þessi heiðni viðburður tengdi fólk saman til að fagna nýju sólarári.
Vetrarsólstöður á Eiríksstöðum 2023
Við fögnuðum vetrarsólstöðum með athöfn sem tengdi hið gamla og nýja, þessi heiðni viðburður tengdi fólk saman til að fagna nýju sólarári.
Eiríksstaðahátíð 2023
Önnur hátíð árisns snerist um tilraunir með gamalt handverk, aðferðir og lífsstíl 10. aldar. Hér var athyglin á handavinnu og járnsmíði.
Samfélagsverkefni: Handritagerð
Handrit eru grunnur íslenskra bókmennta á miðöldum – það er jú þaðan sem Ílsendingasögurnar koma!
Þessi ókeypis vinnustofa var kynning á þessu forna handverki, en bæði ungir og gamlir fengu að prófa sig áfram með handritalýsingu.
Samfélagsverkefni: Handritagerð
Handrit eru grunnur íslenskra bókmennta á miðöldum – það er jú þaðan sem Ílsendingasögurnar koma!
Þessi ókeypis vinnustofa var kynning á þessu forna handverki, en bæði ungir og gamlir fengu að prófa sig áfram með handritalýsingu.
Samfélagsverkefni: Málun á landnámsöld
Ef hlutirnir hafa legið neðan jarðar í þúsund ár er ekki von að þeir séu litskrúðugir, heldur allir í brúnum litum. En þannig voru þeir ekki í upphafi. Í þessari vinnustofu kynntum við og sýndum hvernig hægt var að búa til allan regnbogann af litum með aðferðum þeirra tíma.
Samfélagsverkefni: Íslandsmótið í Hnefatafli
Á hverju ári á hátíðunum okkar erum við með opna keppni í hnefatafli, Íslandsmót. Þessi forna tafl aðverð var sú sem virðist hafa verið vinsælust á landnámstímanum og er mjög frábrugðin hefðbundinni skák, sem er vinsælli í dag.
Samfélagsverkefni: Íslandsmótið í Hnefatafli
Á hverju ári á hátíðunum okkar erum við með opna keppni í hnefatafli, Íslandsmót. Þessi forna tafl aðverð var sú sem virðist hafa verið vinsælust á landnámstímanum og er mjög frábrugðin hefðbundinni skák, sem er vinsælli í dag.
Eiríksstaðahátíð 2021
Við fögnuðum opnun Eiríksstaða eftir litla opnun ársins á undan, með tískusýningum, lifandi dýrum, sýnikennslu og handverki fyrir born m.a.
Tilraunafornleifafræðihátíð: Járngerðarhátíð
Þessi hátíð opinberaði loksins hvernig landnámsmenn bjuggu til járn úr mýrarrauða á landnámsöld, en menjar þess eru um allt land og sýnt miðað við umfang þeirra að framleiðsla járns var á stórum skala. Ameríski hópurinn Hurstwic vann tilraunir í aðdraganda hátíðar, sem svo lauk með gerð járns á hátíðinni. Niðurstöðurnar voru það merkileg uppgötvun að þær hafa verið til sýnis á Þjóðminjasafni Íslands undir yfirskriftinni “Úr mýri í málm”.
Tilraunafornleifafræðihátíð: Járngerðarhátíð
Þessi hátíð opinberaði loksins hvernig landnámsmenn bjuggu til járn úr mýrarrauða á landnámsöld, en menjar þess eru um allt land og sýnt miðað við umfang þeirra að framleiðsla járns var á stórum skala. Ameríski hópurinn Hurstwic vann tilraunir í aðdraganda hátíðar, sem svo lauk með gerð járns á hátíðinni. Niðurstöðurnar voru það merkileg uppgötvun að þær hafa verið til sýnis á Þjóðminjasafni Íslands undir yfirskriftinni “Úr mýri í málm”.