
Verkefni

Samfélagsverkefni:
Refillinn í Búðardal
​Við sameinum myndræna sagnahefð refilverka og Íslendingasögur Dalanna í samvinnu við samfélagið þar, með það markmið að búa til götulistaverk og refil í einu verki í miðjum Búðardal.

Útgáfa:
Leifur árið 970
Samstarf milli Rains okkar Mason og íslenska listamannsins Vikars Mars Svanhvítarsonar, þar sem Leifur árið 970 mun hjálpa börnum samtímans að skilja og sjá fyrir sér hvernig líf þeirra hefði verið, hefðu þau fæðst þúsund árum fyrr.

Í vinnslu:
Víkinga gönguferðir
Við vinnum sleytulaust að því að bæta upplifun gesta okkar. Með því að nota hugmyndafræði hæglætisferðamennsku, leikjavæðingu, og upplifanahönnunar er verið að vinna að nýrri upplifun á Eiríksstöðum. Verkefnið fékk styrk frá Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka.

Í vinnslu: Endurbygging jarðhýsis á Eiríksstöðum
Við stefnum að því að endurbyggja jarðhýsi á Eiríksstöðum, sem byggt er bæði á fornleifafræðirannsóknum og rannsókn fagfólksins okkar Atla Freys Guðmundssonar og Rain Adriann Mason. Ætlunin er að byggja kvennadyngju með öllu sem við kemur ullarvinnslu 10. aldar.

Lokin verkefni

Úlfabrú Eiríksstaða
Hinn Amerísk-Íslenski trésmiður og listamaður Tryggvi Thorlief Larum hannaði og bjó til handriðin á brúnna okkar, en hún sýnir handverk - og litina - sem víkingaraldar handverksfólk notaði á hverjum degi.​
​

Kvikmyndaverkefni:
On les Appelle Vikings
Franska heimildamyndin fjallar um byggingar víkingaaldar. Rain Adriann Mason spjallar um hvernig líf landnámsfólks hefur verið á þessu hrjóstuga landi.
​

Kvikmyndaverkefni:
Togtet - Utopia og blodfejder
Danska heimildamyndin frá 2023 fjallar um ferðir víkinga, en bæði tilgátuhúsið og starfsfólk okkar kom fram í fjórða þættinum. Eiríkur rauði var okkar eigin Peter Stewart Þrjú börn úr nágrenninu koma einnig fram: Eilísabet Freyja Óskarsdóttir, Jón Leví og Mikael Hall.
​

Rannsóknir: Jarðhýsi Eiríksstaða og Íslands
Rain Adriann Mason og Atli Freyr Guðmundsson rannsökuðu kenningarnar á bak við notkun jarðhýsa Íslands, en rústir slíkrar"kvennadyngju" fyrirfinnst á Eiríksstöðum. Verkefnið var styrkt af Nýsköpunarsjóði Námsmanna,

Kvikmyndaverkefni:
Profilm - The Far Traveler
Heimildamynd Profilm árið 2019 var meðal annars tekin upp á Eiríksstöðum með starfsfólki Eiríksstaða. Myndin fjallar um sögu Guðríðar Þorbjarnardóttur, sem er ein aðalsögupersóna Grænlendingasögu.
​

Kvikmyndaverkefni:
America's Lost Vikings
Heimildamynd Arrow Media fjallar um sönnunargögn þess að Íslendingar komust til Kanada um árið 1000.
​
