top of page

Hvernig kemstu til okkar?

Frá Akureyri er ekið um Hrútafjörð og beygt til hægri inn á veg 68, rétt áður en komið er að Staðarskála. Ekið er framhjá Borðeyri og beygt til vinstri veg 59 yfir Laxárdalsheiði og að enda þess vegar, sem er við þjóðveg 60, þar sem beygt er til vinstri (í átt frá Búðardal). Ekið er eftir vegi 60 að 586, sem er Haukadalsvegur og kemur ykkur á leiðarenda.

Frá Snæfellsnesi er ekinn vegur 54 í austurátt, þar til komið er að vegi 60. Þá er beygt til vinstri og að næstu gatnamótum, sem er vegur 586, beygt til hægri og keyrt að Eiríksstöðum.

Frá Reykjavík/Borgarnesi er ekinn hringvegur 1, framhjá Bifröst og svo beygt inn á veg 60, Vestfjarðaveg. Ekið í um hálfa klukkustund (m.a. yfir Bröttubrekku), þar til komið er að vegi 586, þar sem beygt er til hægri og keyrt inn Haukadal að Eiríksstöðum.

Frá Vestfjörðum er ekið um veg 60, í gegnum Búðardal og framhjá Laxárdal (59), haldið áfram að vegi 586, þar sem beygt er til vinstri og ekið inn Haukadal, að Eiríksstöðum.

Loftmynd af tilgátuhúsi - A replica longhouse

!ATHUGIÐ!

GPS tækið ykkar gæti stungið upp á því að fara Haukadalsskarð til okkar úr Hrútafirði (F586). Þessi leið er oft lokuð og er hættuleg lægri bílum og illa útbúnum, m.a. óbrúaðar ár. Við mælum með öðrum leiðum.

bottom of page